Heimavöllurinn - Steini fékk giggið, gullfótur í Kópavog og stórliðin horfa til Íslands

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Þær Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir fá til sín sérlega góða gesti á Heimavöllinn að þessu sinni. Knattspyrnuþjálfarinn og spekúlantinn Daði Rafnsson mætir í sett og ræðir um íslenska uppeldiskerfið og af hverju svona margar íslenskar knattspyrnukonur eru að semja við stórlið úti í heimi. Þá kíkir nýjasti leikmaður Breiðabliks, Andrea Mist Pálsdóttir, í heimsókn. Fer yfir vistaskiptin, síðustu verkefni og framtíðarmarkmið auk þess sem hún velur fimm „gullfætur“ úr efstu deild. Nýi landsliðsþjálfarinn kemur svo að sjálfsögðu mikið við sögu sem og allt það helsta og fréttnæmasta.