Heimavöllurinn: París kallar, bestar í 2/3 og bikartryllingur
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Það er þéttsetið á Heimavellinum þessi misserin enda nóg um að vera. Landsliðskonurnar okkar eru að ganga til liðs við stórlið á meginlandinu, landsliðshópurinn er klár fyrir lokasprettinn á leiðinni á HM og bikarúrslitaleikurinn fer fram á laugardag. Þá er einnig nóg um að vera í öllum deildum hérlendis og komið að því að tilkynna um bestu leikmenn í öðrum þriðjungi Bestu deildarinnar. Gestir þáttarins að þessu sinni eru þau Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Lilja Dögg Valþórsdóttir og þátturinn er í boði Dominos, Heklu og Orku Náttúrunnar.