Heimavöllurinn - Of feimin til að mæta á æfingar, FH ætlar upp og Arna Sif dóminerar skosku háloftin

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Sumarið er komið og það er þétt dagskrá á Heimavellinum að þessu sinni. Karitas Tómasdóttir, splunkuný landsliðskona úr Rangárvallasýslu mætir í heimsókn auk FH-inganna Ernu Guðrúnar Magnúsdóttur og Selmu Daggar Björgvinsdóttur sem geta ekki beðið eftir fótboltasumrinu. Þá slá þáttastýrur á þráðinn til Glasgow þar sem okkar kona, Arna Sif Ásgrímsdóttir, er að gera gott mót.