Heimavöllurinn - NÝÁRSBOMBAN: Hápunktar ársins og góðir gestir

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Nýtt fótboltaár er hafið og spennandi tímar framundan. Nú þegar árið 2021 er liðið og rúmlega það er við hæfi að líta aðeins til baka yfir það helsta sem gerðist á liðnu ári og auðvitað að velta fyrir sér hvað nýtt fótboltaár ber í skauti sér. Heimavöllurinn fær til sín geggjaða gesti. Landsliðskonurnar Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir mæta í sett ásamt hinni einu sönnu Helenu Ólafsdóttur sem fer yfir hápunkta síðasta árs.