Heimavöllurinn - Markahæsti markvörðurinn kælir hanskana og 101 eignast fótboltalið
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Þær fréttir bárust á dögunum að markvörðurinn öflugi, Sonný Lára Þráinsdóttir, ætlaði sér ekki að leika áfram með Breiðablik þar sem hún hefur átt magnaðan tíma síðustu ár. Sonný Lára mætir í spjall til Huldu Mýrdal og Mistar Rúnarsdóttur og fer yfir málin. Þá koma einnig KM-leikmennirnir Júlía Óladóttir og Hrund Steinarsdóttir í spjall en KM stendur fyrir Knattspyrnufélag Miðbæjar og liðið ætlar að taka þátt í 2.deild í sumar.