Heimavöllurinn: Lokahóf Lengjunnar og appelsínugul viðvörun
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Það er farið að hausta og komið að því að gera upp Lengjudeildina. Úrvalslið deildarinnar verður opinberað en það er valið af þjálfurum og fyrirliðum. Þá verður farið yfir ýmislegt eftirtektar- og eftirminnilegt frá fótboltasumrinu. Það verður gert ásamt sigurreifum gestum úr deildinni. Þeim Rebekku Sverrisdóttur sem vann deildina með KR og Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur sem gat ekki hætt að skora og skaut Aftureldingu upp í Pepsi Max.