Heimavöllurinn: Lifandi hliðarlína, lopapeysur og úrslitaleikur hjá topp 2
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Þegar ein umferð er eftir af Lengjudeildinni er ljóst hvaða lið fara upp og hver fara niður. María Dögg Jóhannesdóttir og Telma Hjaltalín, fulltrúar Tindastóls og FH, sem hafa þegar tryggt sér sæti í efstu deild að ári mæta á Heimavöllinn og fara yfir sumarið. Þær hita líka upp fyrir lokaumferðina en í henni mætast einmitt toppliðin tvö og berjast um sigur í deildinni. Þátturinn er sjálfsögðu í boði Dominos, Heklu og Orku Náttúrunnar sem standa þétt við bakið á umfjöllun um knattspyrnu kvenna.