Heimavöllurinn: Kemur alltaf einhver kona til að hleypa vindlareyknum út

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Gestir Heimavallarins að þessu sinni eru þær Ingunn Haraldsdóttir og Katrín Ómarsdóttir. Ingunn er nýkomin heim úr atvinnumennsku í Grikklandi og Katrín er orðin aðstoðarþjálfari Hauka. Stelpurnar okkar byrja á sigri í fyrsta leik á She Believes Cup og Dagný setti þar hraðamarkamet. Árið 2022 erum við enn að verða vitni að ótrúlegum atvikum en Þróttarar fengu engan bikar afhentan kvöldið sem þær urðu Reykjavíkurmeistarar. Slíkar uppákomur og ýmislegt annað hefur orðið til þess að Ingunn, Katrín og vaskur hópur fólk eru að endurvekja Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna og gestirnir segja frá þeim.