Heimavöllurinn: Atvinnukonurnar okkar, landsliðshópar og vetrarveisla í efstu deild
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Bára Kristbjörg aðstoðarþjálfari Selfoss og Aníta Lísa þjálfari Fram eru gestir Heimavallarins. Við förum yfir U23 og U19 ára landsliðshópana sem voru tilkynntir í síðustu viku ásamt því að rýna í stöðu nýrra atvinnukvenna erlendis. Við fáum einnig innsýn inn í hugarheim og vinnu þjálfara hjá gestum þáttarins. Það eru einnig 3 mánuðir í að Íslandsmótið verði flautað í gang. Við gátum ekki sleppt gestunum án þess að fara yfir liðin tíu sem mæta til leiks í apríl. Við förum yfir leikmannamarkaðinn hjá liðunum ásamt því að skyggnast í vetrarmótin.