Ægismenn fá allt aðra áskorun - Upp um deild í febrúar
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Að félag komist upp um deild á Íslandi í febrúar er fáheyrður atburður, en það gerðist síðasta laugardag þegar KSÍ staðfesti að Kórdrengir yrðu ekki með í sumar. Ægir, sem lenti í þriðja sæti 2. deildar á síðasta tímabili, mun spila í Lengjudeildinni en þetta hafði líka áhrif í öðrum deildum. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem Ægir spilar í næst efstu deild en félagið náði sínum besta árangri í sögunni síðasta sumar. Núna þurfa Ægismenn að undirbúa sig fyrir allt aðra áskorun en þeir voru að undirbúa sig fyrir. Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, mætti í gott spjall á skrifstofu Fótbolta.net í dag þar sem hann fór yfir fréttirnar og tímabilið sem er framundan.