Fjármálaspjall - Sævar Pétursson
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Framkvæmdastjóri KA birti tíst í lok síðasta mánaðar þar sem segir: „Innan við tvær vikur í Bestu deildina. Rekstur félaganna verður erfiðari og erfiðari með hverju ári. Niðurstaða 10/12 félaga sem mæta til leiks í sumar er rúmar 230 milljónir í mínus 2022 ef við tökum út fyrir sviga arf sem er ótengdur rekstri. Deildin okkar er ekki sjálfbær." Fréttaritari Fótbolta.net var í heimsókn á Akureyri og þótti tilvalið að ræða við Sævar Pétursson almennt um rekstur félaga, með fókus á knattspyrnudeildir þeirra. Spjallið er að mestu miðað út frá KA og Bestu deild karla. Hver veit nema þetta spjall veki upp frekari umræðu og púlsinn tekinn á fleiri aðilum sem koma að rekstri knattspyrnudeilda.