Fantabrögð - Sá besti á bekknum
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Það var tilfinningarússíbani hjá Fantasy þjálfurum þessa helgi þegar Mohamed Salah byrjaði á bekknum hjá Liverpool. Margir voru farnir að horfa uppá að þurfa að treysta á varafyrirliðann, en Salah kom inná og skilaði 16 stigum, eins og GT geitin hafði spáð. Fantabrögð ákváðu að leika þetta eftir og Sá besti - Gunnar Björn Ólafsson var því hvíldur á bekknum í þessum þætti. Aron ofhugsaði fyrirliðavalið sitt og þurfti að gjalda fyrir það. Bruno fékk 17 stig og Grealish 10 meðal annars. Son og Kane klikkuðu. Við gerðum upp tvær umferðir, spáðum í spilin fyrir skrýtnu umferðirnar 18 og 19 og kynntum til leiks nýjan dagskrárlið.