Fantabrögð - Gylfi gefur góð ráð
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Fantabrögð fundi tíma til að taka upp þátt þegar 2 leikjum var ólokið í 35. umferð. Þrefalda umferðin hjá Manchester United fór ekki alveg eins og fantasy þjálfarar höfðu vonað. Ole róteraði liðinu nánast alveg milli leikja 1 og 2 og Greenwood var sá eini sem spilaði stærstan hluta beggja leikja og skoraði í báðum. Það var mikið um stig á bekkjunum hjá spilurum í þessari umferð og það birtist sannkallaður hausverkjarþráður á Facebook grúppunni Fantasy Bragðarefir þar sem menn eins og Stuart Dallas, Fraser Forster og Emile Smith-Rowe voru skellihlæjandi. En stærstu fréttirnar voru kannski þær að Gylfi sneri loksins aftur í stúdíóið og gaf hlustendum góð ráð, eins og hann gaf vini sínum Chris Wood um daginn. Gunni er eini spilarinn í heiminum sem átti Wildcardið eftir og opinberaði hann brakandi ferskt wildcard lið í þættinum. Fantabrögð eru í boði Dominos, Nemíu og GÓ Training.