Fantabrögð - Guðmundur Felixson dömur okkar og herrar

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Guðmundur Felixson mætti í stúdíóið sem gestur til Arons, Gunna og Gylfa. Það gerist ekki mikið stærra. Hann deildi frábærum ráðum og truflaði alla línulega dagskrá sem Fantabræður hafa getið sér gott orð fyrir. Tvær umferðir eru eftir, nú er það að príla eða hvíla. Hvern á að hafa fyrirliða í næstu umferð? Verður Chelesa - Leicester markalaust jafntefli eða þægilegur sigur Chelsea? Er Felix Bergsson með COVID-19? Þú færð svörin við þessu og fleiri spurningum í nýjasta þættinum. Fantabrögð eru í boði Dominos, Nemíu og GÓ Training.