Fantabrögð - Fantabrögð x Davíð Örn Atlason

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Það er óhætt að segja að stærsta umferð tímabilsins hafi ekki staðið undir væntingum. 14 lið áttu tvo leiki en mikið rót var á liðunum og vandasamt verk að hitta á leikmenn sem spiluðu tvo leiki. Því brugðum við á það ráð að fá til okkar góðan gest, Davíð Atlason, en hann er í 3. sæti af Íslendingum í FPL eins og staðan er núna. Við fórum yfir 26. umferðina og skoðuðum aðeins hvað er framundan. Hvert er markmiðið hjá Davíð og hvað er leyndarmálið á bakvið þessa velgengni? Fantabrögð eru í boði Dominos, Nemía og GÓ Training.