Fantabrögð - Þeir bestu halda ekki með Arsenal

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Þeir bestu, Dr. Gunni og Hemson, mættu í hljóðverið. Þeir fóru yfir góð ráð sem hjálpa Fantasy stjórum að verða bestir. Öll bestu hlaðvörpin einkennast af góðu jafnvægi. Þess vegna ræstum við Aron úr fæðingarorlofi. Hann mætti í gífurlegu hormónaójafnvægi sem nýbakaður faðir en fyrst og fremst sem stuðningsmaður Arsenal. Fór þar yfir marga leikmenn Arsenal sem hlustendur geta sleppt því að kaupa. Ef þú, hlustandi góður, kannt að meta Fantabrögð máttu endilega styðja við hlaðvarpið með því að smella hér. Þannig gerir þú strákunum kleift að leggja þá vinnu sem þeir vilja í hlaðvarpið. Smelltu hér til að ganga í Fantasy-deild Fantabragða. Kóðinn á deildina er 0dmju7