Enski boltinn - Vonin veik hjá Rauðu djöflunum
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Manchester United er ekki í góðum málum í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera í slökum riðli. Einn leikur er eftir og það eru innan við tíu prósent líkur á því að United fari áfram. Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke eru umsjónarmenn Enska boltans en í þættinum í dag er aðallega rætt um Man Utd og Meistaradeildina. Man Utd gerði 3-3 jafntefli gegn Galatasaray í mögnuðum leik á miðvikudag en úrslitin gefa United litla von í framhaldinu. Tryggvi Páll Tryggvason, stuðningsmaður Man Utd, var á línunni og ræddi um vonbrigðin í Meistaradeildinni. Hann fór einnig yfir tímabilið í heild sinni hjá United. Þá er aðeins rætt um Evrópudeildina og Sambandsdeildina ásamt því að hitað er upp fyrir komandi umferð í ensku úrvalsdeildinni.