Enski boltinn - Vandræðaleg uppgjöf
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Liverpool vann sögulegan risasigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Til þess að ræða leikinn og aðra leiki helgarinnar fékk Sæbjörn Steinke Framarana Óskar Smára Haraldsson og Guðmund Magnússon. Af hverju vann Liverpool 7-0? Rætt um varnarmanninn Antony, fyrirliðann Bruno Fernandes, fluggírinn hjá Liverpool og uppgjöf gestanna á Anfield í gær. Daginn áður vann Arsenal frábæran endurkomusigur gegn Bournemouth og er meistarabragur á Skyttunum. Manchester City heldur þó áfram pressu og er mikil barátta um meistaratitilinn milli þessara tveggja liða. Chelsea vann þá lífsnauðsynlegan sigur en eftir sigur gegn einmitt Chelsea var vikan hjá grönnunum í Tottenham hræðileg í einu orði sagt.