Enski boltinn - Vandræðagemsar í sviðsljósinu
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Það er bikarhelgi að baki í enska boltanum og er spilað í ensku úrvalsdeildinni núna í miðri viku. Það er nóg að ræða þar sem mikið er um fréttir í enska boltanum um þessar mundir af misgáfulegum mönnum og þá er gluggadagurinn á fimmtudag. Gummi og Steinke fengu sér sæti í Thule-stúdíóinu ásamt fréttaritaranum Sölva Haraldssyni í dag. Farið var yfir bikarinn, deildina, slúður og fréttir síðustu daga.