Enski boltinn - Utanríkisráðherra ræðir vandræði Liverpool

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Manchester United vann grannaslaginn gegn Manchester City á meðan Liverpool tapaði sjötta heimaleik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og stuðningsmaður Liverpool, og Ágúst Reynir Þorsteinsson, eigandi Bombay Bazaar og stuðningsmaður Chelsea, eru gestir vikunnar í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" að þessu sinni. Meðal efnis: Man Utd stöðvaði sigurgöngu City, Solskjær gerir gott mót, lygasaga Liverpool, karakterslaust lið, þunnur hópur, Klopp á erfitt í brekkum, passa að Man City verði ekki Bayern, fjárfestingar hjá Liverpool í sumar, Lampard fór of snemma ofan í laugina, áhorfendaleysið truflar, Tuchel gerir Chelsea þýskara, mörk hafsenta mikilvæg, stjóraskipti Chelsea, gott að eldast, Henderson ógnar De Gea, Tottenham skorar gegn óþekktum liðum, Bale á flugi, ótrúlegur David Luiz, hörð fallbarátta og margt fleira.