Enski boltinn - Toppuðu sig í fáránleikanum

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Það átti sér stað ótrúlegur dómaraskandall í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi þegar Tottenham tók á móti Liverpool. Enn ein afsökunarbeiðnin fylgdi í kjölfarið. Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool, mætti í Thule-stúdíóið á skrifstofu Fótbolta.net og gerði málið vel upp ásamt Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni og Elvari Geir Magnússyni. Einnig var farið yfir aðra leiki í umferðinni en það litu dagsins ljós mjög óvænt úrslit.