Enski boltinn - Tekur upp hanskann fyrir Ronaldo

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Cristiano Ronaldo er á allra vörum í dag eftir viðtal sem hann fór í hjá umdeilda fjölmiðlamanninum Piers Morgan. „99 prósent af stuðningsmönnum Man Utd munu standa með Erik Ten Hag, sem sýnir í raun hversu illa Ronaldo kom að málunum. Þetta eitt prósent mun styðja Ronaldo er Rio (Ferdinand), Roy (Keane) og Patrice (Evra)," sagði Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, í gær. Það má segja að Mate Dalmay, körfuboltaþjálfari Hauka, sé í þessu eina prósenti. Hann er mikill Ronaldo maður og er ekki sáttur við það hvernig Ten Hag hefur komið fram. Rætt er við Mate um stóra Ronaldo málið og stuttlega um leiki helgarinnar í Enski boltinn í dag.