Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Liverpool og Manchester United mætast í toppslag í ensku úrvalsdeildinni á Anfield á sunnudaginn. Hörður Magnússon og Magnús Gylfason fylgjast með hverju sparki hjá sínum liðum og þeir mættu í spjall í dag þar sem hitað var upp fyrir leik helgarinnar. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Meðal efnis: Stórleikurinn á sunnudag, dauðafæri fyrir Manchester United, frelsarinn Klopp, Bailly eins og Song, meiðslapjakkurinn Matip, banter, fólskuleg líkamsárás, var farinn að trúa orðum Magga Gylfa, áhorfendaleysið, Pogba og umboðsmaðurinn, Gylfi svarar gagnrýni, Manchester City líklegastir, Mourinho bara með plan A, VAR ekki gengið upp, sóttvarnarreglur á Íslandi og margt fleira!