Enski boltinn - Sættir sig við að Arsenal verði meistari
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Þór Steinke hringdu símtal á Suðurlandið til Ingimars Helga Finnssonar, litlu flugvélarinnar, til þess að ræða leiki helgarinnar í enska boltanum. Litla flugvélin er að glíma við veiruna skæðu og náði því að fylgjast vel með boltanum um helgina. Tottenham-menn fögnuðu óvæntu tapi Liverpool, Arsenal rann svo sannarlega ekki á bananahýði og Manchester United olli vonbrigðum aðra helgina í röð. Þetta er á meðal þess sem rætt er um í þættinum í dag. Þá er einnig spjallað um ótrúlega fallbaráttu sem hefur myndast í deildinni. Hvaða þrjú lið fara eiginlega niður?