Enski boltinn - Stór sumargluggi hjá Liverpool
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Það er Liverpool þema í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" að þessu sinni. Einar Matthías Kristjánsson, Magnús Þór Jónsson og Sigursteinn Brynjólfsson frá kop.is mættu í þátt dagsins og fóru yfir málefni Liverpool sem og aðra leiki helgarinnar. Meðal efnis: Liverpool þarf mann í hverja línu, Firmino skorar ekki lengur, stórt sumar framundan á félagaskiptamarkaðinum, varnarmennirnir færast aftar í röðinni, Meistaradeildardraumurinn á lífi, aftur skjálfti hjá Leicester, vill fá Grealish til Liverpool, stórleikur á fimmtudag, aulalegt víti Aguero, West Ham ævintýrinu að ljúka og margt fleira.