Enski boltinn - Salah pirrar marga, Nallarar missa sig og óvænt verkefni
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Gummi og Steinke settust niður í dag og fóru yfir fjórðu umferðina í ensku úrvalsdeildinni í hlaðvarpinu Enski boltinn. Það var margt áhugavert sem átti sér stað í umferðinni sem var um helgina. Man Utd er hægt og rólega að hrökkva í gang, Liverpool svaraði með flugeldasýningu, Brighton er á flugi, Chelsea vann einum færri, Haaland í stuði, Nallarar í skýjunum, Tottenham er vél sem mallar og Gerrard verður fyrst rekinn. Þetta og margt fleira í þætti dagsins. Það var jafnframt boðið upp á óvænt verkefni sem þáttastjórnanda datt í hug rétt áður en farið var í upptöku.