Enski boltinn - Óvæntur brottrekstur Mourinho og Ofurdeildin
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Brottrekstur Jose Mourinho, ný Ofurdeild og leikir helgarinnar voru til umræðu í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag. Orri Freyr Rúnarsson, stuðningsmaður Manchester United, og Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, eru gestir þáttarins að þessu sinni. Meðal efnis: Sprengja milli Mourinho og Levy, óvæntur brottrekstur, hvað gerir ungur Mason við stýrir?, Mourinho gæti tekið við landsliði, peningagræðgi í Ofurdeildinni, stuðningsmenn mótmæla harðlega, mörg lið vilja ekki fara í Ofurdeildina, Tuchel tók Guardiola úr sambandi, Jorginho blómstrar, Greenwood í stuði á hægri kantinum, Man Utd þarf þrjá öfluga í sumar, frábær tenging hjá Gylfa og James, Ashley teiknar styttu af Bruce, óheppni Fulham og margt fleira.