Enski boltinn - Ótrúlegur viðsnúningur og sjokkerandi á Etihad

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fór að mestu fram á laugardag og sunnudag. Skagamaðurinn Albert Hafsteinsson og Keflvíkingurinn Kristinn Guðbrandsson fóru yfir það helsta með Sæbirni Steinke. Arsenal er áfram á toppnum og Manchester City fylgir í kjölfarið. Þeir Albert og Kiddi eru Arsenal menn og var vel farið yfir þeirra sigur á nágrönnunum. Er Arsenal eina liðið sem getur barist við City? Áfram vandræði hjá Liverpool, Chelsea harkaði út sigur, meira stál hjá Everton og Newcastle með öruggan sigur. Manchester City valtaði yfir granna sína í United sem löguðu stöðuna aðeins í lokin. Af hverju byrjaði Casemiro ekki? Hvað getur Haaland skorað mörg? Martial ákveðinn sigurvegari og ekki eitt orð um frábært mark Antony.