Enski boltinn - Nær Stóri Sam að bjarga málunum?

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Það voru stór tíðindi í morgunsárið því Sam Allardyce er mættur aftur í enska boltann. Hann er tekinn við Leeds og fær erfitt verkefni að bjarga liðinu frá falli. Gummi og Steinke fengu Jóhann Inga Hafþórsson, blaðamann Morgunblaðsins og stuðningsmann Leeds, til að ræða fréttirnar og tímabilið hjá Leeds. Nær Stóri Sam að bjarga Leeds frá falli? Einnig var rætt um aðra leiki síðustu umferðar. Meðal annars var athyglisverð hegðun Jurgen Klopp til umræðu.