Enski boltinn - Mögnuð Meistaradeildarbarátta

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Það er skammt stórra högga á milli í ensku úrvalsdeildinni en fjöldi leikja fór fram í vikunni og heil umferð er framundan um helgina. Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, og Orri Freyr Rúnarsson, stuðningsmaður Manchester United, mættu í hlaðvarpsþáttinn „enski boltinn" og fóru yfir stöðuna hjá sínum liðum sem og öðrum. Meðal efnis: Bragðarefurinn Tuchel, lukkupottur Chelsea, leiðinlegt VAR, Mount fyrstur á blað, sögulega lélegur árangur Liverpool, pirraður Salah, sumarkaup Liverpool ekki skilað sér, markaþurrð hjá Man Utd, þreyta hjá Bruno Fernandes, Henderson í markið, ótrúleg sigurganga Manchester City, umræðan um Gylfa að snúast, Fulham líklegri en Newcastle og besti maður tímabilsins.