Enski boltinn - Manchester liðin í stuði

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Það hefur verið líf og fjör í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og farið var yfir gang mála í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag. Hlynur Valsson og Gunnar Ormslev, lýsendur á Síminn Sport, voru gestir þáttarins að þessu sinni. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Meðal efnis: Kórónuveiran truflaði ekki Manchester City, náðugt í fyrsta leik Steffen, taflan ójöfn, Lampard fær lengri tíma, Man Utd á flugi, Pogba kominn í gang, Bruno Fernandes má ekki meiðast, Solskjær treður sokkum, stórleikur ársins 17. janúar, hversu lengi nenna leikmenn Mourinho?, Meslier vaxinn eins og trjágrein, hræðilegur leikur á Goodison Park, konfekt mörk hjá Arsenal, Lacazette skorar og skorar, Sammi fellur í fyrsta skipti, Arteta var stressaður yfir snjónum, Leicester nær ekki að klára dæmið, fjör á Amex leikvanginum, Úlfarnir sakna Raul Jimenez, kemst Liverpool aftur á sigurbraut í kvöld?