Enski boltinn - Lengi verið eitrað andrúmsloft á Goodison
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, er gestur í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag. Hann settist niður með Gumma og Steinke og fór yfir stöðuna. Magnús Geir er stuðningsmaður Everton en það er ekki auðvelt í dag og hefur ekki verið síðustu árin. Það ríkir mikið stefnuleysi hjá félaginu og því er illa stjórnað. Í þættinum í dag var farið yfir stöðuna hjá Everton og þá var farið yfir leiki vikunnar í Evrópukeppnum og í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, féll úr leik í Evrópudeildinni í gær gegn Sporting, liðinu sem er í fjórða sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Þá að lokum var hitað upp fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum en það er spilað í bæði deild og bikar.