Enski boltinn - Költhetjan Nunez verður að vera betri en Origi
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Þriðja umferðin í ensku úrvalsdeildinni fór fram um liðna helgi og var mikið húllumhæ. Gummi og Steinke settust niður í Thule-stúdíóinu í dag til að fara í umferðina. Hringt var í Atla Má Steinarsson, Liverpool stuðningsmann, og staðan könnuð eftir magnaðan sigur á Newcastle. Darwin Nunez er költhetja í Liverpool, Man Utd kom til baka eftir skelfilega byrjun, Ange-ball er að virka vel á meðan Arteta flækir hlutina um of, Sterling er heitur og Everton er algjört þrot.