Enski boltinn - Kaos, hatur og fáránleg yfirlýsing

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Tveir af áhugaverðari leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa fóru fram í elleftu umferðinni sem var leikin núna um helgina. Tottenham tapaði 1-4 gegn Chelsea í mögnuðum fótboltaleik í gærkvöldi og þá vann Newcastle 1-0 sigur gegn Arsenal. Síðarnefnda liðið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik út af ósætti með dómgæsluna. Er Mikel Arteta mesti vælukjói enska boltans? Gummi og Steinke fara yfir þessa umferð en á línunni er sjálf litla flugvélin, Ingimar Helgi Finnsson.