Enski boltinn - Kaninn keypti sér tíma á Anfield

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Það var nóg um að ræða í Enski boltinn þennan mánudaginn. Heil umferð var leikin í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og sunnudag. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, kom í heimsókn og ræddi um vandræði Liverpool við Gumma og Steinke. Einnig var Mate Dalmay, þjálfari körfuboltaliðs Hauka, með fyrsta hálftímann í þættinum og lét ýmislegt flakka. Ásamt því að vandræði Liverpool voru rædd þá var farið yfir stórkostlegan sigur Brighton gegn Chelsea, endurkomu Tottenham, rúst Arsenal gegn Nottingham Forest, sigur Manchester United gegn West Ham og margt fleira.