Enski boltinn - Þjálfaraaugað sá fegurðina í sigri City

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Gummi og Steinke komu sér vel fyrir Thule stúdíóinu til þess aðallega að ræða leik Manchester City og Real Madrid í Meistaradeildinni. Frammistaðan hjá City í leiknum var hreint út sagt mögnuð. Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var á línunni og fór yfir leikinn frá sjónarhorni þjálfarans. Pep Guardiola er búinn að smíða magnað fótboltalið, það verður að segjast. Þá ræddu Gummi og Steinke einnig undanúrslitin í öðrum Evrópukeppnum og fóru yfir komandi umferð í ensku úrvalsdeildinni. Einnig var farið yfir nokkrar fréttir. Gleðilega helgi!