Enski boltinn - Hvað er í gangi hjá Liverpool?

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Hlaðvarpsþátturinn „Enski boltinn" er á sínum stað í dag en þar er farið yfir helstu atriði helgarinnar í enska boltanum. Liverpool hefur frá jólum einungis unnið tvo af ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð á Anfield. Einar Matthías Kristjánsson, Magnús Þór Jónsson og Sigursteinn Brynjólfsson frá kop.is mættu í þátt dagsins og fóru yfir málefni Liverpool sem og aðra leiki helgarinnar. Meðal efnis: Söguleg taphrina á Anfield, Klopp þarf að breyta til, tæpt að Liverpool nái topp fjórum, varnarlínan of hátt, aukaleikarar að klikka, kaup Liverpool í sumar, Gylfi ískaldur á vítapunktinum, leikstíll Guardiola skilar sér, Manchester United aftur í gang, Newcastle í alvöru fallbaráttu, Leicester mun halda flugi og margt fleira.