Enski boltinn - Hiti á Anfield, lúði helgarinnar og rán um hábjartan dag
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Gummi og Steinke fara yfir stóru málin í enska boltanum eftir skemmtilega páskaumferð. Einn af leikjum tímabilsins fór fram á Anfield í gær þar sem Liverpool kom til baka gegn toppliði Arsenal eftir að hafa lent 2-0 undir. Virgil van Dijk átti ekki sinn besta dag og það átti Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ekki heldur. Það var rán um hábjartan dag þegar Totteham lagði Brighton, Frank Lampard byrjaði ekki vel með Chelsea en Man Utd og Newcastle unnu flotta sigra í Meistaradeildarbaráttunni. Roy Hodgson er mættur aftur með látum. Þá var lúði helgarinnar tilnefndur en það var mjög auðvelt val.