Enski boltinn - Hæhæ tvíeykið gerir upp stórleikinn

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Það var skemmtileg helgi í ensku úrvalsdeildinni, og þá var sunnudagurinn sérstaklega áhugaverður. Hæhæ tvíeykið, Helgi Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannsson, gera upp helgina og þá aðallega stórleik Liverpool og Tottenham en þeir eru stuðningsmenn þessara tveggja liða; Helgi heldur með Liverpool og Hjálmar með Tottenham. Skemmtileg saga af Grétari Rafni Steinssyni, sem er núna háttsettur hjá Tottenham, er á meðal þess sem kemur við sögu í þessum fjöruga þætti.