Enski boltinn - Hafa báðir haldið með City í meira en hálfa öld

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Við á Fótbolti.net höldum áfram að hita upp fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst á föstudaginn. Í dag fengum við tvo Manchester City menn í heimsókn, þá Magnús Ingvason og Sigurð Helgason. Þeir hafa báðir haldið með Manchester City í meira en 50 ár, meira en hálfa öld. Magnús byrjaði að halda með City 1968, ári eftir að liðið varð þá Englandsmeistari. Sigurður útskýrir það í þættinum af hverju hann heldur með félaginu. Þeir eru auðvitað brattir fyrir tímabilinu sem er framundan eftir magnað síðasta tímabil þar sem liðið vann þrennuna. Liðið getur núna stefnt á það að vinna sexuna. Það eru ekki margar breytingar á City-liðinu frá síðasta tímabili og breiddin er áfram stórkostleg.