Enski boltinn - Gunni Birgis og Jón Kári ganga um í draumalandi Arteta

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Við á Fótbolti.net höldum áfram með upphitun okkar fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst um þarnæstu helgi. Í dag er komið að því að ræða Arsenal og fengum við því tvo af þeirra ástríðufyllstu stuðningsmönnum til þess að ræða málin, þá Gunnar Birgisson og Jón Kára Eldon. Farið er yfir síðasta tímabil þar sem liðið endaði í öðru sæti, leikmannagluggann áhugaverða í sumar og væntingarnar fyrir tímabilið sem er framundan er. Það er óhætt að mæla með þessu spjalli fyrir Arsenal stuðningsmenn, sem og aðra.