Enski boltinn - Ferna og Everton fellur

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Vonin um fernuna lifir hjá Liverpool, Man City einbeitir sér að tveimur keppnum og Burnley er á lífi í fallbaráttunni - og rúmlega það. Farið var yfir síðustu vikuna í enska boltanum, fall Derby tekið fyrir og enski bikarinn tekinn meðfram leikjum síðustu helgar í úrvalsdeildinni. Þeir Ingimar Helgi Finnsson, Jón Júlíus Karlsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson fóru yfir gang mála í deildinni með Sæbirni Steinke og eru þeir allir á því að Burnley haldi sér uppi. Tottenham tekur fjórða Meistaradeildarsætið en hvaða lið verður meistari. Hvað mun Erik ten Hag gera með United? Hvaða leikmenn Newcastle verða í liðinu eftir tvö ár? Það og margt fleira í þættinum. Enski boltinn er í boði Domino's (fyrir alla) og WhiteFox (fyrir átján ára og eldri).