Enski boltinn - Everton, Newcastle og vondir stórleikir

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Hlaðvarpsþátturinn „Enski boltinn" er á sínum stað í dag en þar er farið yfir helstu atriði helgarinnar í enska boltanum. Jón Júlíus Karlsson, stuðningsmaður Newcastle, og Viðar Guðjónsson, stuðningsmaður Everton, eru gestir vikunnar en rætt var ítarlega um þeirra lið sem og leiki helgarinnar í enska boltanum. Meðal efnis: Everton orðið ítalskara, léttara yfir Gylfa, færri stuðningsmenn gagnrýna Gylfa, Rabiot og Aarons á leiðinni?, Bruce heppinn með áhorfendabann, Joelinton ein verstu kaup sögunnar, Jonjo Shelvey pirrandi leikmaður, úrslitaleikur um fall í vor?, æfingaleikjastemning, neikvætt upplegg Manchester United, óskiljanlegar vítaspyrnureglur, forgjöfin hjá Gareth Bale, meiðslahrina Liverpool, tuttugu sigurleikir City, ótrúlegt atvik hjá Brighton og margt fleira.