Enski boltinn - Engin vitleysa töluð hjá Djuric bræðrum
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Fótboltabræðurnir Danijel Dejan og Nikola Dejan Djuric eru gestir í Enski boltinn hlaðvarpinu að þessu sinni. Þeir settust niður með Guðmundi Aðalsteini á þessu mánudagskvöldi og fóru yfir helgina í enska boltanum. Það var nóg að ræða, þá helst úrslitaleikur enska deildabikarsins í gær. Danijel er stuðningsmaður Chelsea en hann er tilbúinn að styðja við bakið á Graham Potter þrátt fyrir slakt gengi að undanförnu. Chelsea tapaði gegn Tottenham um helgina. Nikola er aðallega stuðningsmaður Real Madrid en fylgist gífurlega vel með öllum fótbolta. Hann segir það klárt mál að Arsenal verði meistari í lok tímabilsins.