Enski boltinn - Átti markið að standa?
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
23. umferðin í ensku úrvalsdeildinni fór fram um helgina og loksins fóru allir leikir fram! Þeir Magnús Þór Jónsson (Liverpool) og Birgir Ólafsson (Tottenham) fara yfir það helsta með Sæbirni Steinke. Tottenham þarf að bakka Conte upp, Liverpool þyrfti að fá miðjumann, West Ham olli vonbrigðum, City missteig sig, mark dæmt af Kane en ekki af Uxanum, sautján endursýningar, Hodgson kominn aftur, allt í rugli hjá Everton og margt fleira. Enski boltinn er í boði Domino's (fyrir alla) og White Fox (fyir 18 ára og eldri).