Enski boltinn - Alvöru gæði í Enzo og Onana slapp með skrekkinn
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar er að baki og því tilvalið að gera hana upp. Gummi og Steinke fengu sér sæti í Thule stúdíóinu í morgun ásamt Tómasi Þór Þórðarsyni, ritstjóra enska boltans á Síminn Sport. Tómas er nýkominn frá London þar sem hann var á stórleik fyrstu umferðar, Chelsea gegn Liverpool. Farið var vel yfir stórleik umferðarinnar, kaupin Chelsea á Caicedo og Lavia, skiptinguna á Salah, hörmulega frammistöðu Man Utd, komandi titilbaráttu hjá Arsenal, ómannlegan Erling Haaland og margt fleira.