Enski boltinn - Allt í einu bullandi pressa frá Liverpool
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Gummi og Steinke fengu góðan gest í Enska boltann þennan mánudaginn því fjölmiðlamaðurinn Atli Már Steinarsson ákvað að kíkja í heimsókn. Atli er mikill Liverpool-maður en hans lið er á mikilli siglingu þessa stundina. Liverpool er búið að vinna sex leiki í röð og er komið í bullandi Meistaradeildarbaráttu. Ná þeir að skáka erkifjendum sínum í Manchester United í þeirri baráttu? Hvernig endar þetta eiginlega? Það er gríðarlega mikil spenna framundan í ensku úrvalsdeildinni en það var mikið rætt um Liverpool í þessum þætti.