Enski boltinn - Aldrei venjuleg vika hjá Tottenham

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en hún hefst ekki um næstu helgi, heldur þar næstu. Við á Fótbolti.net erum byrjuð að hita upp fyrir tímabilið sem er framundan. Spáin hófst fyrr í dag en við ætlum líka að fá stuðningsmenn 'topp sex' liðanna í Thule stúdíóið til að fara yfir málin. Við byrjum á Tottenham en Hörður Ágústsson og Ingimar Helgi Finnsson, lita flugvélin, komu við á skrifstofunni í dag til þess að ræða um Spurs. Síðasta tímabil var ansi litríkt hjá Tottenham og það verður fróðlegt að fylgjast með liðinu á næsta tímabili. Það eru góðar líkur á því að Harry Kane sé búinn að spila sinn síðasta leik og það eru alls konar fréttir í gangi tengdar félaginu.