EM Innkastið - Eyjastemning í Rotherham
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
![](https://is2-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/41/83/da/4183da64-2f58-a489-5518-d80e6537fb52/mza_8633700291326584410.jpg/300x300bb-75.jpg)
Kategorien:
EM Innkastið er sent út frá sveitinni að þessu sinni, rétt fyrir utan Rotherham. Elvar, Steinke og Gummi (stundum kallaður Gvendur) eru á sínum stað en sérstakur heiðursgestur er Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2. Það er Eyjaþema í þættinum þar sem hitað er upp fyrir lokaleik riðilsins, leikinn erfiða gegn Frakklandi. Í þættinum er rætt um Rotherham, New York völlinn, einræðisherrann við stjórnvölinn og svör Steina á fréttamannafundinum í dag.