EM alls staðar - Upphitunarþáttur fyrir fótboltaveisluna
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Evrópumót landsliða fer af stað á föstudaginn og lýkur með úrslitaleik á Wembley þann 11. júlí. Mótið átti upphaflega að fara fram í fyrra en var frestað vegna heimsfaraldursins. Í þessum sérstaka upphitunarþætti fer Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, yfir riðlana og rætt er um þá keppni sem framundan er. Sérfræðingar eru Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, og Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu.